ÉQUILIBRE PURETÉ stofumeðferð

Utanaðkomandi álagsþættir eins og mengun, óheilbrigður lífstíll og mataræði, vinnuálag, almenn streita og hormónaójafnvægi geta leitt til röskunar á eðlilegri starfsemi húðar. Þessir þættir geta orsakað aukinn fituglans á yfirborðinu, útvíkkaðar húðholur, fílapensla og önnur húðlýti.

Équilibre Pureté andlitsmeðferð er ætluð öllum húðgerðum en þó sérstaklega blandaðri húðgerð og feitri til að koma til móts við einkenni þeirra eða sem forvörn og hindra myndun húðlýta. Meðferðin hreinsar húðina og kemur jafnvægi á hana, dregur úr húðlýtum, dregur úr fituglans og jafnar húðlitinn. Meðferðin samanstendur af:

  • Djúphreinsun með hitamyndandi ensímdjúphreinsi sem opnar húðholur, mýkir og fjarlægir dauðar húðfrumur
  • Hreinsandi andlitsmaski með hreinsandi leir sem dregur til sín umfram húðfitu og hreinsar upp óhreinindi af yfirborði húðar ásamt því að endurheimta húðjafnvægi.
    Kreistun ef þess þarf. Eftir djúphreinsun og maskann er húðin mjúk og fitunabbar fílapensla mýkri sem gerir kreistun auðveldari og sársaukaminni.
  • Acni-Logic serum borið á húð. Serumið heftir umfram húðfituframleiðslu, húðin endurheimtir jafnvægi á húðfitumyndun, berst gegn myndun húðlýta og fituglansa á yfirborðinu, ásamt því að draga saman húðholur.