NÝ MEÐFERÐ

Andlitsmeðferðin hefst á djúphreinsun og svo er Age Influx þykkni borið á húðina sem örvar frumuendurnýjun. Þykknið myndar einnig kemískan hita í húðinni, án ertingar, til að auka blóðflæði til efri húðlaga og örva taugaenda í húð. Við það eykst frumunýmyndun svo efri húðlögin þykkna. Síðan er unnið með Vibrosmoothing elektróðu sem sléttir og jafnar áferð yfirhúðar. Loks er unnið með Vibrodermic elektróðu sem vinnur dýpra í húðinni (í leðurhúðinni) og dregur úr samdrætti í húð sem veldur hrukkum. Saman ‘brjóta’ elektróðurnar niður yfirborð hrukka og fínna lína sem nýjar frumur fylla síðan upp í svo húðin verður sléttari.

Bylting gegn öldrun á aðeins 30 mínútum