Skilmálar

Almenn ákvæði
Guinot MC snyrtistofan áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða villna í reiknivélum vefverslunarinnar. Með staðfestingu á pöntun telst samningur um kaup á þjónustu eða vöru kominn á, nema annað leiði af lögum eða skilmálum þessum.

Pantanir
Þegar greiðsla hefur verið staðfest af viðurkenndum greiðslumiðli, berst kaupanda staðfesting í tölvupósti. Gjafakort eru afhent í formi PDF-skjals og send í tölvupósti. Kaupandi ber ábyrgð á að framvísa gjafakortinu annaðhvort á rafrænu formi eða útprentuðu. Pantanir sem berast fyrir kl. 11 á virkum dögum eru afgreiddar í pósti eða með Dropp næsta virka dag, nema óviðráðanlegar aðstæður komi í veg fyrir slíkt.

Greiðslumöguleikar
Greiðsla fer fram í gegnum örugga greiðslusíðu Teya og er mögulegt að greiða með kredit- eða debetkorti. Þegar greiðsla hefur verið samþykkt, er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Fyrirtækið geymir engar kortaupplýsingar og ábyrgist fullan trúnað við viðskiptavini sína. Engar upplýsingar verða afhentar þriðja aðila, nema lög kveði sérstaklega á um það.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Gjafakort gilda í eitt ár frá útgáfudegi. Eftir að gildistími rennur út, gæti handhafi gjafakorts þurft að greiða verðmismun, t.d. vegna verðbreytinga á þjónustu eða vöru. Gjafakort eru ekki endurgreidd, en kaupanda er heimilt að óska eftir breytingu á innihaldi þeirra. Inneignarnótur gilda einnig í eitt ár frá útgáfudegi.

Skattar og gjöld
Öll verð í vefversluninni eru með virðisaukaskatti og reikningar eru gefnir út í samræmi við gildandi lög.

Trúnaður
Guinot MC snyrtistofan skuldbindur sig til að fara með allar persónuupplýsingar í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Engar persónulegar upplýsingar verða afhentar þriðja aðila nema samkvæmt lögum eða með skýru samþykki viðskiptavinar.

Persónuverndarstefna
Vefsíða Guinot MC notar vafrakökur til að bæta upplifun notenda og veita aðgang að upplýsingum. Vafrakökur safna eingöngu nafnlausum upplýsingum og geyma engar persónugreinanlegar upplýsingar. Fyrirtækið nýtir einnig Google Analytics og Facebook Pixel til að greina vefumferð og mæla árangur auglýsinga. Þessar þjónustur nota sínar eigin vafrakökur, sem lúta reglum viðkomandi þjónustuaðila.

Varnarþing
Skilmála þessa skal túlka í samræmi við íslensk lög. Kærur eða ágreiningsmál sem upp kunna að koma vegna þessara skilmála skulu reknar fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Að öðru leyti gilda um skilmála þessa lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, lög nr. 16/2016 um neytendasamninga, lög nr. 50/2000 um lausafjárkaup og lög nr. 48/2003 um neytendakaup. Allir lögbundnir frestir, t.d. til að beita rétti til riftunar eða endurgreiðslu, taka að líða við móttöku vöru.

Guinot MC snyrtistofan
Grensásvegur 50
108 Reykjavík
Opnunartími: 9:00–18:00 virka daga
Netfang: guinotmc@guinotmc.is
Sími: 568-9916
Kennitala: 590210-0640
VSK-númer: 104702