Hreinsandi meðferðir

Hreinsandi – kemur jafnvægi á húðina

Markmið meðferðar

Utanaðkomandi álagsþættir eins og mengun, óheilbrigður lífstíll og mataræði, vinnuálag, almenn streita og hormónaójafnvægi geta leitt til röskunar á eðlilegri starfsemi húðar. Þessir þættir geta orsakað aukinn fituglans á yfirborðinu, útvíkkaðar húðholur, fílapensla og önnur húðlýti.

Équilibre Pureté andlitsmeðferðin er ætluð öllum húðgerðum en þó sérstaklega blandaðri og feitri húðgerð til að koma til móts við einkenni þeirra eða sem forvörn og hindra myndun húðlýta.

Árangur

Á 40 mínútum er húðin hreinni og í meira jafnvægi. Dregið hefur úr húðlýtum og fituglans. Húðin er jafnari, frísklegri og fær meiri ljóma.

Hreinsandi andlitsmeðferð

Markmið meðferðar

Hydraclean er kröftug hreinsandi andlitsmeðferð í tveimur þrepum og tekur aðeins 30 mínútur. Meðferðin er sérstaklega hönnuð fyrir ungt fólk sem vilja stutta en áhrifaríka meðferð.

Meðferðin hentar öllum húðgerðum.

Árangur

Eftir 30 mínútur er húðin hreinni og ljómi hefur aukist. Húðin er móttækilegri fyrir Guinot snyrtivörum.